description:
|
Í laginu is50v_ornefni_flakar eru örnefni sem hafa svæðisbundna staðsetningu eða auðvelt er að afmarka með fláka. Lagið inniheldur einkum nöfn stöðuvatna og einnig svæða sem nýlega hafa verið hnituð inn. Stefnt er að því að inn í flákalagið muni fjölga svæðanöfnum sem nú er að finna í línulaginu. Stefnt að því að við innsetningu nýrra nafna verði reynt að setja nöfnin inn á fláka eins mikið og hægt er og þannig verði reynt að afmarka það svæði sem nafnið nær yfir. Þessi afmörkun gefur möguleika á að láta nafnið teygja sig eftir flákanum við birtingu örnefna og er ekki höfð of nákvæm. T.d. ef gerður er fláki utan um fjall getur flákinn náð ýmist of stutt eða of langt niður hlíðar fjallsins. Örnefni eru staðsett með mismunandi hætti ofan á loftmyndir, gervitunglamyndir eða kort. |